Ósáttur við öskur gestanna

Styr hef­ur staðið um Skor, sem er pílustaður sem nýt­ur …
Styr hef­ur staðið um Skor, sem er pílustaður sem nýt­ur mik­illa vin­sælda hjá ungu fólki, síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmtistaðurinn Skor við Geirsgötu í Reykjavík fær ekki að hafa opið til klukkan eitt á nóttunni um helgar og til klukkan 23 á virkum dögum. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að aflétta takmörkunum á afgreiðslutíma staðarins frá því í febrúar á þessu ári hefur verið felld úr gildi samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem tekin var á fundi nefndarinnar á miðvikudag. Segir nefndin að engar hljóðmælingar styðji ákvörðun um lengri afgreiðslutíma.

Styr hefur staðið um Skor, sem er pílustaður sem nýtur mikilla vinsælda hjá ungu fólki, síðustu ár. Íbúar á efri hæðum hússins hafa frá upphafi kvartað undan hávaða, steikarbrælu og ýmiss konar ónæði þaðan. Einn íbúa kærði ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar.

Áfengisdrykkja og hávaði

Í málsrökum íbúans kemur fram að starfsemi Skors byggist á hávaða sem meðal annars feli í sér hópaleiki með mikilli áfengisdrykkju þar sem fólk sé hvatt til að öskra, stappa og taka áfengisskot þegar það vinnur eða tapar leikjum. Hávær danstónlist sé spiluð og „lúxusherbergi“ sem áður var karókíherbergi sé notað undir hópa þar sem þeir geti lokað sig af með hurð, stjórnað tónlist og sjónvarpi og öskrað án þess að starfsfólk umrædds staðar sé að fylgjast með.

Fylgdi sögunni að umrætt herbergi væri beint fyrir neðan svefnherbergi íbúans. Þessum ásökunum er hafnað í málsrökum rekstraraðila Skors. Segir þar meðal annars að tæki til að takmarka hljóðstyrk sé á staðnum. Þá sé umrætt sérherbergi notað til pílukasts og til að horfa á íþróttaviðburði, ekki til að öskra.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert