Sláandi tölur kalla á djúpa greiningu

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna.
Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Arnþór

„Þetta er bara mál af þeirri stærðargráðu að það á skilið mikla umræðu og djúpa greiningu á því hvernig við tökumst á við það,“ segir formaður velferðarnefndar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir, um þær blikur sem eru á lofti um að geðheilsu barna fari hratt hrakandi og áhættuhegðun ungmenna sé að aukast.

Hún gerir ráð fyrir að málið verði ekki aðeins tekið upp í velferðarnefnd heldur líka í fleiri nefndum þingsins.

Í vikunni gaf barnavernd út nýjar tölur sem sýndu að tilkynningum um áhættuhegðun hefði fjölgað um 32% og tilkynningum um neyslu vímuefna um 119%.

Þá hefur verið greint frá því að tilvísunum til Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað um 160% á örfáum árum. Biðlistar lengjast en forstöðumaðurinn segir miðstöðina ekki ráða við fjöldann.

Eiga að hrista upp í okkur

„Ég held að þessar sláandi tölur um aukna vímuefnaneyslu ungmenna eigi að hrista upp í okkur og vekja athygli okkar á því að hér er alvarlegt mál á ferðinni. Börnin og ungmennin okkar eiga það skilið að við sem samfélag og auðvitað stjórnvöld tökum þetta alvarlega og vinnum að breytingum vegna þess að við viljum sjá tölur um áhættuhegðun fara niður,“ segir Steinunn.

Hún segir stjórnmálamenn og samfélagið allt þurfa að setjast yfir hvernig bæta megi stöðuna.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert