Sorpa greiðir ÍAV 115 milljónir króna

Hart var deilt var um útboð á byggingu jarðgerðarstöðvarinnar.
Hart var deilt var um útboð á byggingu jarðgerðarstöðvarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áralangri deilu Sorpu og Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) í tengslum við útboð á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, Gaja, er nú lokið.

Sorpa samþykkti nýlega að greiða ÍAV 26 milljónir króna í vexti en áður hafði Sorpa greitt verktakafyrirtækinu tæpar 89 milljónir króna í skaðabætur. Samtals hefur Sorpa því greitt 115 milljónir króna til ÍAV.

Upphaf málsins var þegar bygging jarðgerðarstöðvarinnar var boðin út. Fjögur tilboð bárust í verkið en ekki var gengið að neinu þeirra sökum þess að þau voru öll 10% hærri en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Í kjölfarið ákvað Sorpa að hefja samningsferli við þá kaupendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur. Þrjú félög tilkynntu þátttöku í samningsferlinu, þar á meðal Ístak, sem fékk verkið, og ÍAV.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert