Þokubakkar úti við sjávarsíðuna

Hér má sjá hitaspá fyrir daginn í dag klukkan 16.
Hér má sjá hitaspá fyrir daginn í dag klukkan 16. Kort/Veðurstofa Íslands

Hæg norðlæg átt mun ríkja í dag með dálítilli rigningu á norðanverðu landinu og þokubökkum úti við sjávarsíðuna.

Sunnan heiða birtir smám saman til en stöku skúrir verða á Suðausturlandi.

Dálítil lægð suðaustur af landinu þokast norður á bóginn og fjarlægist landið á morgun.

Ný lægð nálgast þó af Grænlandshafi og gengur þá í sunnankalda. Fer þá að rigna vestan til seinni partinn.

Fremur svalt verður á norðanverðu landinu og með austurströndinni, en annars þokkalegur hiti.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert