Uggandi yfir stöðu listamanna

Húsnæði SÍM við Seljaveg 32. Þar eru yfir 70 vinnustofur …
Húsnæði SÍM við Seljaveg 32. Þar eru yfir 70 vinnustofur sem SÍM mun missa á næstunni þegar ríkið endurráðstafar húsnæðinu. Ljósmynd/SÍM

Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), lýsir þungum áhyggjum vegna fjölda vinnustofa sem sambandið kemur til með að missa fljótlega. Hætta er á að yfir 100 myndlistarmenn missi vinnuaðstöðu sína á árinu og enn fleiri á því næsta.

SÍM heldur úti um 250 vinnustofum sem félagsmönnum gefst kostur á að leigja á kostnaðverði.

Vinnustofurnar eru á átta stöðum en nú stendur til að SÍM missi nokkra staði á næsta eina og hálfa árinu með þeim afleiðingum að yfir 100 myndlistarmenn missa vinnuaðstöðu sína.

Þar ber hæst húsnæðið sem SÍM hefur leigt af ríkinu á Seljavegi þar sem er 71 vinnustofa en ríkið hyggst nú endurráðstafa húsnæðinu.

Hafa miklar áhyggjur

Anna segir málið hafa mikla þýðingu fyrir íslenska listasenu og að myndlistarmenn geti ekki stundað listsköpun nema með vinnuaðstöðu.

„Við höfum mjög miklar áhyggjur. Það sem er mikilvægast í starfi okkar er að hlúa að listamönnum og við gerum það ekki ef við getum ekki hjálpað þeim að fá vinnustofur,“ segir Anna.

Hún bætir við að ekki sé hlaupið að því fyrir listamenn að leigja á hinum almenna markaði. Leiguverð sé hátt og fæstir með fastar tekjur.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert