Blasir við að gæðamálum sé ábótavant

Ráðuneytið á lögum samkvæmt að leggja slíka skýrslu fram á …
Ráðuneytið á lögum samkvæmt að leggja slíka skýrslu fram á Alþingi á þriggja ára fresti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Menntamálaráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið látið hjá líða að skila skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins.

Ráðuneytið á lögum samkvæmt að leggja slíka skýrslu fram á Alþingi á þriggja ára fresti, en gerði það síðast í febrúar árið 2019 og tók skýrslan til skólaáranna 2010-2016.

Umboðsmaður barna varpar ljósi á þetta í bréfi til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem ráðherrann er krafinn svara. Ráðherrann var minntur á skýrsluskilin í apríl árið 2022 og lofaði þá að skila fyrir lok þess árs.

Arnór ómyrkur í máli

Bréf umboðsmanns fylgir í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins og mbl.is um menntamál undanfarnar vikur, þar sem einna helst hefur verið gagnrýnt að nær ekkert samræmt námsmat sé lengur að finna í grunnskólum landsins.

Arnór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Menntamálastofnunar til sjö ára, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að við blasi að gæðamálum í íslensku menntakerfi sé mjög ábótavant.

„Við þurf­um ekki annað en að horfa á niður­stöður PISA-kannana til þess að sjá það,“ segir Arnór.

„Á sama tíma er sér­stakt að það er ekk­ert kerf­is­bundið náms- og gæðamat í gangi. Við erum ekki með sam­ræmd próf. Eini mæli­kv­arðinn sem við höf­um er PISA.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert