Grípa til rýmingar: Eldgos gæti hafa valdið hlaupinu

Ljósmyndir sem voru nýlega teknar af hlaupinu.
Ljósmyndir sem voru nýlega teknar af hlaupinu. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson

Skemmdir eru á öðrum endanum á Skálmarbrú vegna jökulhlaups í Skálm aust­an Mýr­dals­jök­uls. Gripið hefur verið til rýmingar í nágrenni Sólheimajökuls. Ekki er útilokað að lítið eldgos hafi valdið hlaupinu.

Þetta segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Óvissan er það mikil að ef það færi að flæða við Sólheimajökul þá er viðbragðstíminn það stuttur að það er ekki forsvaranlegt að hafa fólk þar,“ segir Böðvar. 

Fyrir skömmu var flogið yfir svæðið.
Fyrir skömmu var flogið yfir svæðið. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson

Mögulegt að eldgos hafi verið undir jökli

Flóðið sem flæðir yfir hringveginn við Skálm er 500 til 1.000 metrar á breidd en gert er ráð fyrir enn meira flæði í hlaupið seinna í dag.

Er einhver möguleiki á að það hafi verið lítið eldgos sem olli þessu hlaupi?

„Það er ein tilgátan, að það hafi komið lítið eldgos undir jökli. En það er ekkert sem menn eru sammála um endilega enn þá. Það verður að skoða yfir lengra tímabil,“ segir hann og bætir við:

„Annars er flóðið þannig núna að það er að koma út rétt norðan við Kötlujökul og það lítur út fyrir að það sé að koma úr Sandfellsjökli.“

Á milli 500-1.000 metrar af veginum liggur undir flóðinu.
Á milli 500-1.000 metrar af veginum liggur undir flóðinu. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson

Toppnum líklega ekki enn náð

Hann segir mikinn kraft í hlaupinu og að þess megi vænta að toppnum sé ekki enn náð.

Vitum við hvort Skálmarbrú stendur þetta af sér?

„Við vitum að það hefur orðið pínu skemmd við endann á brúnni út af ágangi vatns,“ segir hann.

Hlaupið hófst á öðrum tímanum í dag.
Hlaupið hófst á öðrum tímanum í dag. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson
Ekki er útilokað að lítið eldgos hafi ollið hlaupinu.
Ekki er útilokað að lítið eldgos hafi ollið hlaupinu. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert