Færa fluglitakóða upp á gult

Fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið færður upp á gult.
Fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið færður upp á gult. Ljósmynd/Sveinbjörn Darri Matthíasson

Fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið færður upp á gult. Jökulhlaup hófst í dag í Skálm austan Mýrdalsjökuls og jök­ul­vatn flæðir yfir þjóðveg­inn á svæðinu.

Gulur fluglitakóði getur merkt að eldstöðin sýni merki um virkni „umfram venjulegt ástand,“ samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Ekki er útilokað að eldgos hafi hleypt hlaupinu af stað.

Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í samtali við mbl.is í dag að mikill kraftur væri í hlaupinu en þess mætti vænta að toppnum væri ekki enn náð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka