Framvísaði ökuskírteini tvíburabróður síns

Maðurinn á yfir höfði sér ákæru.
Maðurinn á yfir höfði sér ákæru. Ljósmynd/Colourbox

Ökumaður sem lögregla stöðvaði í umferðinni framvísaði ökuskírteini tvíburabróður síns, en hann sjálfur var án ökuréttinda. Maðurinn á yfir höfði sér ákæru.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Dag­bók­in nær til verk­efna lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Brot á lögum

Maðurinn á yfir höfði sér ákæru vegna brots á hegningarlögum og umferðarlögum.

„Lögreglumenn létu ekki gabbast af þessari tilraun ökumannsins og á ökumaðurinn yfir höfði sér kæru vegna rangra sakargifta og skjalafals ásamt akstri án ökuréttinda,“ segir í dagbókinni.

Það var lögreglustöð þrjú sem sinnti málinu, en hún sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert