Gul viðvörun: Vara við rigningu og vatnavöxtum

Ferðafólk er hvatt til að sýna sérstaka aðgát.
Ferðafólk er hvatt til að sýna sérstaka aðgát. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna úrkomu á Suður- og Suðausturlandi og miðhálendi og tekur hún gildi í nótt, aðfaranótt sunnudags.

Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum og geta vöð orðið ófær, þá sérstaklega í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og Langasjó. Ferðafólk er hvatt til að sýna sérstaka aðgát.

Búast má við miklum vatnavöxtum á eftirtöldum fjallvegum:

F249 Þórsmörk

F261 Fjallabak Syðra/Emstruleið

F210 Fjallabak Syðra

F225 Landmannaleið

F208 Fjallabak nyrðra

F233 Álftavatnskrókur

F235 Langisjór

F206/7 Lakagígar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert