Hlutfallslega flestir fóru í Voga

Mikil uppbygging er í Vogunum.
Mikil uppbygging er í Vogunum. mbl.is/Árni Sæberg

Nú búa um 1.900 manns í sveitarfélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd og hefur íbúum því fjölgað um tugi prósenta frá byrjun síðasta árs. Meginskýringarnar eru uppbygging á nýju íbúðahverfi og aðflutningur Grindvíkinga eftir hamfarirnar síðasta haust.

Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.

„Nú eru um 1.704 einstaklingar með skráð lögheimili í Vogum. Til viðbótar eru hátt í 200 Grindvíkingar búsettir í Vogum en með skráð lögheimili í Grindavík. Þannig að það búa í raun um 1.900 manns í sveitarfélaginu,“ segir Gunnar Axel.

Voru innan við 1.400

Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá stendur nú yfir mikil uppbygging í Grænubyggð, nýjasta hverfi Voga, en um 450 íbúðir verða byggðar í fyrsta áfanga hverfisins. Íbúðirnar eru almennt ódýrari en gengur og gerist á höfuðborgarsvæðinu, og þótt víðar væri leitað, og hefur það laðað fólk til bæjarins.

Gunnar Axel rifjar upp að í ársbyrjun 2023 hafi íbúar bæjarins verið 1.337 talsins, samkvæmt nýlegri endurskoðun á íbúafjöldanum, og því vel innan við 1.400 manns búið í bænum.

Samkvæmt því hefur íbúunum fjölgað um 27% á rúmu einu og hálfu ári.

„Það birtist um daginn frétt um að ríflega 3.000 Grindvíkingar af um 3.700 væru enn skráðir með lögheimili í bænum. Við vitum ekki hvernig þetta endar með Grindvíkingana en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum eru nú yfir 10% íbúa í Vogum með skráð lögheimili í Grindavík.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert