Jökulhlaup hafið: Flæðir yfir þjóðveginn

Jökulhlaup er hafið.
Jökulhlaup er hafið. mbl.is/RAX

Jökulhlaup er hafið í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Jökulvatn flæðir yfir þjóðveginn á svæðinu. 

Þetta segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búið sé að loka veginum við Skálm.

Erfitt er að segja til um stærðina á hlaupinu en vatnshæðin er búin að hækka um næstum því einn metra síðan í morgun. 

Hann segir að nýlega hafi komið skjálftavirkni sem bendi til þess að ketillinn sé að tæma sig.

Lokað milli Vík og Laufskálavörðu

Fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar að vegna jökulhlaupsins sé þjóðvegur 1 lokaður milli Vík og Laufskálavörðu.

„Að svo stöddu er ekki vitað hve lengi þessi lokun verður, nýjar upplýsingar munu verða birtar leið og þær koma.“

Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Ljósmynd/Jóhannes Gissurarson
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Ljósmynd/Jóhannes Gissurarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka