Leikmaður varð fyrir fordómum á Rey Cup

Rey Cup fer meðal annars fram á aðalvelli Þróttar í …
Rey Cup fer meðal annars fram á aðalvelli Þróttar í Laugardalnum. mbl.is/sisi

Í gær varð leikmaður fyrir fordómum á fótboltamótinu Rey Cup og ekki hefur tekist að hafa upp á þeim aðilum sem komu að málinu.

Þetta segir í færslu stjórnar Rey Cup 2024, á Rey Cup Iceland síðunni á Facebook.

Fordómar aldrei verið liðnir

„Rey Cup vill koma á framfæri við öll sem að mótinu koma á einn eða annan hátt að fordómar séu ekki, verði ekki og hafi aldrei verið liðnir,“ segir í færslunni.

Í færslunni biðlar stjórnin til allra á mótasvæði, liðsstjóra og þjálfara að standa saman gegn fordómum og tilkynna öll atvik til mótstjórnar.

„Verði keppandi, þjálfari eða aðstandandi uppvís að slíku er refsingin tafarlaus brottvísun úr mótinu. Einnig gæti liði viðkomandi verið vísað úr keppni,“ segir í færslunni.

„Stöndum öll saman gegn fordómum af öllu tagi,“ segir að lokum í færslunni.

Framkvæmdastjóri mótsins vildi ekki tjá sig um atvikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert