Ljósleiðaraslit líklegt vegna jökulhlaups

Jökulhlaup er hafið í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Jökulvatn flæðir yfir …
Jökulhlaup er hafið í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Jökulvatn flæðir yfir þjóðveginn á svæðinu. mbl.is/RAX

Upp hefur komið Jökulhlaup á Mýrdalsjökli sem hefur áhrif á sambönd Mílu í kringum Kirkjubæjarklaustur og nágrenni. 

Mögulegt ljósleiðaraslit á svæðinu er talið líklegt vegna hlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Flóðið sem flæðir yfir veginn við Skálm er 500 til 1.000 metrar á breidd en gert er ráð fyrir enn meira flæði í hlaupið seinna í dag.

Ekkert hægt að gera

Míla segir að viðbragðsaðili hafi veirð sendur af stað en afturkallaður, þar sem ekkert er hægt að gera meðan hlaup stendur yfir.

Veistu meira? Áttu mynd­ir? Þú get­ur sent okk­ur línu á frett­ir@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka