Upp hefur komið Jökulhlaup á Mýrdalsjökli sem hefur áhrif á sambönd Mílu í kringum Kirkjubæjarklaustur og nágrenni.
Mögulegt ljósleiðaraslit á svæðinu er talið líklegt vegna hlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.
Flóðið sem flæðir yfir veginn við Skálm er 500 til 1.000 metrar á breidd en gert er ráð fyrir enn meira flæði í hlaupið seinna í dag.
Míla segir að viðbragðsaðili hafi veirð sendur af stað en afturkallaður, þar sem ekkert er hægt að gera meðan hlaup stendur yfir.
Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur línu á frettir@mbl.is.