Agnar Már Másson
Þyla Landhelgisgæslunnar er nú í rannsóknarflugi yfir jökulhlaupinu úr Mýrdalsjökli sem hófst í dag.
Jökulhlaup er hafið í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Jökulvatn flæðir yfir þjóðveginn á svæðinu og hafa skemmdir orðið á veginum að Skálmárbrú.
Vísindamenn frá Háskóla Íslands, almannavarnadeil ríkislögreglustjóra og Veðurstofunni eru um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar að kanna vatnavöxtinn.
Jónas Erlendsson, fréttaritari mbl.is, er við Múlakvísl og segið mikið af vatni komið í ána.
Gripið hefur verið til rýmingar í nágrenni Sólheimajökuls. Ekki er útilokað að lítið eldgos hafi valdið hlaupinu.
Skemmdir eru á öðrum endanum á Skálmarbrú og er vegurinn í sundur.
Fluglitakóði fyrir Kötlu hefur verið færður upp á gult sem getur merkt að eldstöðin sýni merki um virkni „umfram venjulegt ástand,“ samkvæmt vef Veðurstofunnar.