Þyrla kölluð út í leit yfir Skerjafirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir Skerjafirði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir Skerjafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir Skerjafirði og þremur björgunarbátum er siglt um fjörðinn. Viðbragðsaðilar eru við leitir í firðinum en ekki er ljóst hvers er leitað.

Starfsmaður á bakvakt Landhelgisgæslunnar kvaðst ekki vita hvert tilefni útkallsins væri en staðfesti í samtali við mbl.is að þyrlan hefði verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki hefur náðst í fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvðinu við vinnslu fréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert