Vegurinn á enda Skálmarbrúar farinn

Vegurinn á enda Skálmarbrú er farinn frá brúnni og mun það líklega létta á álaginu á henni. Þetta segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í samtali við mbl.is.

Jökulhlaup hófst í Skálm austan Mýrdalsjökul fyrr í dag og var hluta hringvegarins lokað þegar jökulvarn fór að flæða yfir hann. 

„Við endann á brúnni er enginn vegur, þá rennur áin þar líka. Hún fyllti brúnna og rann yfir veginn að nokkur hundruð metra kafla þar sem hún rennur yfir veginn,“ segir Ágúst.

Hann vonast til þess að með þessu minnki álagið á brúnni. 

Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í kjölfrarið og er búist við stærri atburðum seinna í dag. 

Jökulhlaup hófst í Skálm austan Mýrdalsjökul fyrr í dag.
Jökulhlaup hófst í Skálm austan Mýrdalsjökul fyrr í dag. Ljósmyndir/Seinbjörn Darri Matthíasson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert