50 manns björguðu manni sem brenndi fótinn í hver

Göngumaður steig í hver við Kerlingafjöll í dag
Göngumaður steig í hver við Kerlingafjöll í dag Ljósmynd/Landsbjörg

Umfangsmiklar aðgerðir voru við Kerlingafjöll í dag þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem steig ofan í hver. Um 50 manns tóku þátt í björgunaraðgerðunum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitafólk, sjúkraflutningamenn og Landhelgisgæslan tóku höndum saman í aðgerðum dagsins. 

Lítið skyggni var á svæðinu.
Lítið skyggni var á svæðinu. Ljósmynd/Landsbjörg

Tvísýnt hvort þyrlan gæti nálgast manninn

Útkall vegna slyssins barst Landhelgisgæslunni þegar klukkan var að ganga tvö.

Slæmt skyggni var á svæðinu og gekk erfiðlega að staðsetja manninn. Röng staðsetning var gefin upp í fyrstu og ekki var ljóst hvort að þyrlan næði að nálgast manninn.

Björgunarsveitir frá Selfossi, að Hellu og uppsveitum Árnessýslu réttu fram hjálparhönd ásamt sjúkraflutningafólki frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert