Margir ferðamenn hafa ætlað að aka hringveginn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs í dag en ekki vitað að vegurinn sé lokaður.
„Það er eiginlega búinn að vera stanslaus straumur,“ segir Pétur Eyjólfsson, sem er í björgunarsveitinni Víkverja, í samtali við mbl.is.
Búist er við að hægt verði að opna fyrir umferð um veginn seinni partinn í dag eða í kvöld. Skemmdir urðu á veginum vegna jökulshlaups sem hófst í Mýrdalsjökli í gær.
Nú er unnið að viðgerð, en um 20-30 manns koma að verkinu.