Margir ekki meðvitaðir um lokunina

Pétur hefur rætt við marga ferðamenn í dag.
Pétur hefur rætt við marga ferðamenn í dag. mbl.is/Hákon

Margir ferðamenn hafa ætlað að aka hringveginn milli Vík­ur og Kirkju­bæj­ark­laust­urs í dag en ekki vitað að vegurinn sé lokaður.

„Það er eiginlega búinn að vera stanslaus straumur,“ segir Pétur Eyjólfsson, sem er í björgunarsveitinni Víkverja, í samtali við mbl.is.

Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. mbl.is/Hákon

Bú­ist er við að hægt verði að opna fyr­ir um­ferð um veg­inn seinni part­inn í dag eða í kvöld. Skemmd­ir urðu á veg­in­um vegna jök­uls­hlaups sem hófst í Mýrdalsjökli í gær.

Nú er unnið að viðgerð, en um 20-30 manns koma að verk­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert