Ferðamönnum bjargað úr Kirkjufellsósi

Ferðafólk hafði fest bíl sinn á leið yfir Jökulgilskvís.
Ferðafólk hafði fest bíl sinn á leið yfir Jökulgilskvís. Ljósmynd/Landsbjörg

Rétt fyrir hádegi barst hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna ferðamanna sem höfðu fest bíl sinn á leið yfir yfir Kirkjufellsós við Tungnaá, austan við Kýlingavötn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.  Fram kemur að félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði hafi brugðist skjótt við og haldið á staðinn.

Veður­stof­an gaf í gær út gula viðvör­un vegna úr­komu á Suður- og Suðaust­ur­landi og miðhálendi. Tók hún gildi í nótt, aðfaranótt sunnu­dags.

Ferðamönnunum var bjargað.
Ferðamönnunum var bjargað. Ljósmynd/Landsbjörg

„Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld. Þau voru vafin í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíll fólksins var svo losaður úr ánni,“ segir í tilkynningunni.

Þá tókst björgunarfólki að gangsetja bílinn og var hann fluttur ásamt ferðalöngunum að aðstöðu hálendisvaktarinnar í Landmannalaugum, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús.

Bíll fólksins var svo losaður úr ánni.
Bíll fólksins var svo losaður úr ánni. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert