Fyrsta lundapysjan í ár er fundin, hún fannst seinni partinn í gær í Vestmannaeyjum út á Eiði.
Þetta segir í færslu á Facebook-síðu Sea Life Trust Beluga Whale Sanctuary en héraðsmiðlarnir Tígull og Eyjafréttir greindu fyrst frá í dag.
Bræðurnir Sigurður Bogi og Magnús Úlfur Magnússynir fundu hana.
Í færslunni segir að pysjan sé 232 grömm og sé spræk. Hún sé ekki tilbúin til sleppingar strax og þurfi að vera dugleg að borða næstu daga.