Fyrsta lundapysjan fundin

Bræðurnir með pysjuna.
Bræðurnir með pysjuna. Ljósmynd/Facebook/Sea Life Trust Beluga Whale Sanctuary

Fyrsta lundapysjan í ár er fundin, hún fannst seinni partinn í gær í Vestmannaeyjum út á Eiði.

Þetta segir í færslu á Facebook-síðu Sea Life Trust Beluga Whale Sanctuary en héraðsmiðlarnir Tígull og Eyjafréttir greindu fyrst frá í dag. 

Pysjan spræk en þarf að vera dugleg að borða

Bræðurnir Sigurður Bogi og Magnús Úlfur Magnússynir fundu hana. 

Í færslunni segir að pysjan sé 232 grömm og sé spræk. Hún sé ekki tilbúin til sleppingar strax og þurfi að vera dugleg að borða næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert