Hringvegurinn opnaður eftir klukkan átta

Skemmdir urðu á 700 metra vegkafla.
Skemmdir urðu á 700 metra vegkafla. mbl.is/Hákon

Hringvegurinn sem hefur verið lokaður við Skálm mun opna eftir klukkan átta í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Eingöngu verður hægt að hafa eina akrein opna og því verður umferð stjórnað á vettvangi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna starfsfólki á vettvangi tillitsemi og virða merkingar og fyrirmæli. 

Skemmdir urðu á veginum vegna jökulshlaups sem hófst í gær og hófust viðgerðir við veginn strax í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert