Lægð nálgast landið

Vatnsveður, rigning, stífla, flóð.
Vatnsveður, rigning, stífla, flóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lægð nálgast landið úr suðri og veldur hún sunnanátt með rigningu á stærstum hluta landsins í dag.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Undir kvöld má búast við strekkings vindi og talsverðri eða mikilli rigningu á sunnanverðu landinu og geta vöð yfir óbrúaðar ár orðið illfær eða alveg ófær vegna vatnavaxta. Norðaustantil á landinu verður hærra undir skýin og lengst af lítil eða engin úrkoma og getur hiti náð í 18-19 stig á þeim slóðum þegar best lætur,“ segir í hugleiðingunum. 

Á morgun gera spár ráð fyrir að lægðin verði á sveimi skammt suðvestur af landinu.

„Vindur minnkar eftir því sem líður á morgundaginn. Sunnanlands má búast við rigningu með köflum. Í öðrum landshlutum ætti að rofa til og eitthvað að sjást til sólar, en stöku skúrir geta þó látið á sér kræla,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert