Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær í leit yfir Skerjafirði. Leitað var að My Ky Le, sem lögreglan lýsti eftir skömmu síðar.
Leitin bar ekki árangur.
Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann gat ekki tjáð sig frekar um málið.
Grein var frá því í gærkvöldi þegar að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir Skerjafjörð auk þremur björgunarbátum var siglt um fjörðinn. Þá var ekki ljóst hvers viðbragðsaðilar hefðu verið að leita.
Seinna um kvöldið var lýst eftir hinum hinum 52 ára My Ky Le, sem er til heimilis að Bústaðavegi 49 í Reykjavík, er tæplega 170 sm á hæð og 70-75 kg.
Ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag.
Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni af tegundinni Mazda3 með bílnúmerinu FK-U20 og sást til hennar nálægt Álftanesi síðdegis á föstudag.
Hann hefur enn ekki fundist.