Leituðu að eftirlýstum manni yfir Skerjafirði

Leitin bar ekki árangur.
Leitin bar ekki árangur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út í gær í leit yfir Skerjaf­irði. Leitað var að My Ky Le, sem lög­regl­an lýsti eft­ir skömmu síðar.

Leit­in bar ekki ár­ang­ur.

Þetta seg­ir Skúli Jóns­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. Hann gat ekki tjáð sig frek­ar um málið.

Grein var frá því í gær­kvöldi þegar að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flaug yfir Skerjaf­jörð auk þrem­ur björg­un­ar­bát­um var siglt um fjörðinn. Þá var ekki ljóst hvers viðbragðsaðilar hefðu verið að leita. 

Lög­regl­an lýs­ir eft­ir My Ky Le

Seinna um kvöldið var lýst eft­ir hinum hinum 52 ára My Ky Le, sem er til heim­il­is að Bú­staðavegi 49 í Reykja­vík, er tæp­lega 170 sm á hæð og 70-75 kg.

Ekk­ert er vitað um ferðir hans frá því um há­degi á föstu­dag. 

Ekki er vitað um klæðnað My Ke Le en líklegast …
Ekki er vitað um klæðnað My Ke Le en lík­leg­ast er hann með der­húfu, að sögn lög­reglu. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Hann hef­ur yfir að ráða bif­reiðinni af teg­und­inni Mazda3 með bíl­núm­er­inu FK-U20 og sást til henn­ar ná­lægt Álfta­nesi síðdeg­is á föstu­dag.

Hann hef­ur enn ekki fund­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert