Franskir dagar hófust á Fáskrúðsfirði á miðvikudag og lýkur þeim í dag.
Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir unga sem aldna meðal annars hjólakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður, minningarhlaup um Berg Hallgrímsson, helgistund í frönsku kapellunni og búningahlaup Latabæjar.
Albert Kemp fréttaritari mbl.is var á staðnum og sendi nokkrar myndir af hátíðinni sem má sjá hér að neðan.