Myndir: Tjón vegna jökulhlaups

Tjónið er talsvert.
Tjónið er talsvert. mbl.is/Hákon

Talsvert tjón varð á hringveginum milli Vík­ur og Kirkju­bæj­ark­laust­urs vegna jök­ulhlaups sem hófst í Mýrdalsjökli í gær.

Nú er unnið að viðgerð, en um 20-30 manns koma að verk­inu. Hringvegurinn er lokaður milli Höfðabrekku og afleggjara að Meðallandsvegi. Stefnt er að því að opna fyrir umferð um veginn í dag. 

Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér fyrr í dag segir að ef eng­in frek­ari skjálfta­virkni eða hlaupórói mæl­ist við Mýr­dals­jök­ul sé ekki von á fleiri jök­ul­hlaup­um.

Hlaupið sem varð í gær er talið tals­vert stærra en það sem varð í Múla­kvísl árið 2011. Er um óvenju stórt hlaup að ræða miðað við venju­bund­in hlaup á þess­um slóðum. 

Unnið er að því að laga veginn.
Unnið er að því að laga veginn. mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert