Drengur réðst á lögreglumann

Drengurinn var vistaður í fangaklefa.
Drengurinn var vistaður í fangaklefa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unglingspiltur réðst á lögreglumann með barefli við handtöku. Hann var í kjölfarið vistaður í fangaklefa. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Dag­bók­in nær til verk­efna lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Brutu rúðu húss

Lögreglu hafði verið tilkynnt um þrjá unglinga að brjóta rúðu á húsi í íbúahverfi í Kópavogi. Þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang en komu aftur og brutu aðra rúðu. Aftur komu þeir sér undan lögreglu.

Svo voru þeir tilkynntir að brjóta rúðu í strætisvagnaskýli. Lögregla hafði þá upp á drengjunum og kom í ljós að þeir voru með kúbein, hamar og hníf meðferðis.

Einn drengjanna réðst þá á lögreglumann með barefli við handtöku þremenninganna áður en hann var yfirbugaður.

Ítrekaðar hótanir

Í dagbók lögreglu segir að tveir drengjanna séu undir 18 ára aldri og einn þeirra undir 15 ára aldri. Sá sem réðst á lögreglumanninn var 18 ára og var vistaður í klefa. Hinir tveir voru fluttir í önnur úrræði í samráði við foreldra og barnaverndarnefnd.

Þá segir að einn drengjanna hafi ítrekaðar verið með líflátshótanir í garð lögreglumanna. Drengirnir eiga yfir höfði sér fjölda kæra vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert