Engar breytingar á nemendafjölda eða inntöku

Loka þarf leikskólahúsnæðinu vegna galla við hönnun eða byggingu skólans. …
Loka þarf leikskólahúsnæðinu vegna galla við hönnun eða byggingu skólans. Álag af steypu og torfi og þaki leikskólans reyndist of mikið og leggjast þarf í framkvæmdir vegna skemmda. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Þeir sextán nemendur sem höfðu fengið inngöngu á Brákarborg í haust halda sínu plássi þrátt fyrir að loka þurfi núverandi húsnæði skólans og færa starfsemina annað. 

Leikskólinn Brákarborg stendur í nýreistu leikskólahúsnæði við Kleppsveg sem nú loka þarf tímabundið vegna tugmilljóna króna galla. Ljóst er að viðgerðir munu taka nokkra mánuði og kostnaður hlaupa á tugum milljóna. 

Funda með foreldrum áður en starfsemi hefst á ný 

Foreldrum á leikskólanum var tilkynnt í síðustu viku að börnin þyrftu að mæta í annað húsnæði eftir sumarfrí.

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að það eigi jafnframt við um þau 16 börn sem höfðu fengið inngöngu í skólann í haust. Engar breytingar verði gerðar á nemendafjölda eða inntöku. 

Aðspurð segir Bergþóra en enn sé verið að teikna upp hvernig starfsemin verði nákvæmlega. Þegar því sé lokið verði fundað með foreldrum. Það verði því fundað með foreldrum áður en sumarlokun leikskólans lýkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert