Gera úttekt á sundlaugarbyggingum

Gljúfralaug við Gljúfurár var vígð árið 1944 og var í …
Gljúfralaug við Gljúfurár var vígð árið 1944 og var í notkun til 1988. Ljósmynd/Fornleifastofnun

Fornleifastofnun Íslands hefur undanfarið í samvinnu við Hjörleif Stefánsson, arkitekt hjá Gullinsniði ehf., unnið að rannsókn á sundlaugarbyggingum frá fyrri hluta 20. aldar en verkefnið er styrkt af Húsafriðunarsjóði.

Rannsóknin hófst árið 2020 með heimildaúttekt og kortlagningu á laugum frá umræddu tímabili um allt land og hófst vettvangsrannsókn á þessu ári á Norðurlandi.

„Þetta er í raun fyrsta tilraunin til að taka saman upplýsingar um laugar og laugarhús frá þessum tíma. Í fyrsta áfanganum fundum við heimildir um 93 laugar frá þessu tímabili þar sem staðið hafa laugarhús,“ segir Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands.

Beina sjónum að sundlaugum með laugarhúsum

Í rannsókninni er sjónum beint að sundlaugum með laugarhúsum sem byggð voru fram til 1950 en mikil sprenging var í sundlaugagerð á árunum 1930-50. Á þessum tuttugu árum voru margar sundlaugar byggðar sem falla fyrir utan aldursfriðunarákvæðið sem nær til húsa sem byggð voru fyrir 1923.

„Ég veit að það er áhugi hjá Minjastofnun að safna upplýsingum um fjölda og ástand þessara laugarhúsa. Þessi hluti menningararfsins hefur fengið mikla athygli á síðustu árum og mikilvægt að kanna hvert ástand byggingararfsins er, hversu mörg hús standa enn og hvort nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að að tryggja að þau hverfi ekki endanlega,“ segir Elín Ósk.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert