Í skoðun að flytja hringveginn

Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar ræðir málið við Morgunblaðið.
Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar ræðir málið við Morgunblaðið. mbl.is/Sigurður Bogi

Í skoðun er að hringvegurinn í gegnum Borgarnes verði fluttur á næstu árum.

Umferð á þessum slóðum fer sífellt vaxandi og velt er upp spurningum um hve lengi verður við svo búið. Sérstaklega er bent á að æ fleiri þungir vöruflutningabílar aka í gegnum bæinn, til dæmis trukkar sem flytja sjávarafurðir að vestan og norðan.

„Umræðan um tilfærslu á þjóðvegi eitt hefur staðið lengi og eðli málsins samkvæmt skiptar skoðanir. Hagsmunir verslunar koma þar meðal annars til,“ segir Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

Rætt er um að nýtt vegstæði við Borgarnes verði nærri strandlengjunni á austanverðu nesinu sem bærinn stendur á við Bjargsland. Þegar komið væri yfir Borgarfjarðarbrúna yrði þá í raun haldið beint áfram nærri Brúartogi, þar sem í dag eru ýmsar verslanir og söluskálar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert