Mótorhjólaslys á Vestfjörðum: Þyrlan kölluð út

Þyrla Landhelgæslunnar er nú að flytja einn á Landspítalann eftir mótorhjólaslys á Vestfjörðum. Þyrlan var kölluð út á mesta forgangi. 

Ekki er hægt að segja til um ástand hins slasaða. 

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. 

Tveir erlendir ferðamenn voru að ferðast á mótorhjólum og annar þeirra fór út af Örlygshafnarvegi rétt hjá Breiðuvík, á leiðinni út að Látrabjargi.

Landhelgisgæslunni barst útkallið klukkan 14.40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert