Nokkrir grunaðir um skipulagða brotastarfsemi

Verkefni lögreglu er fjölbreytt.
Verkefni lögreglu er fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók nokkrar einstaklinga sem grunaðir eru um skipulagða brotastarfsemi. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Dag­bók­in nær til verk­efna lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Í dagbókinni segir að tilkynnt hafi verið um nokkra einstaklinga sem voru að stela dósum úr dósagám. Þeir voru handteknir þar sem grunur var um skipulagða brotastarfsemi og voru allir vistaðir í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Það var lögreglustöð eitt sem var tilkynnt um málið, en hún sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi.

Ölvaður við akstur

Þá var lögreglu tilkynnt um bifreið sem valt og var þak bifreiðarinnar á veginum þegar lögregla kom á vettvang. Ökumaðurinn hafði farið af vettvangi en við eftirgrennslan fann lögregla ökumanninn á göngu í átt frá vettvangi. Sá játaði að hafa verið ökumaðurinn og var ölvaður. Var hann handtekinn og vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglu var einnig tilkynnt um ölvaða konu á stigagangi sem var búin að brjóta rúðu. Konan reyndist verulega ölvuð og var áfram til ama á vettvangi í stað þess að yfirgefa hann að beiðni lögreglumanna. Í dagbókinni segir að konan hafi ekki verið í ástandi til að vera meðal almennings og var hún því vistuð í klefa.

Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýli í Reykjavík og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert