Þurrt og bjart suðaustantil á morgun

Búast má við björtu veðri suðaustantil á morgun.
Búast má við björtu veðri suðaustantil á morgun. Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson

Á morgun er útlit fyrir fremur hæga vestlæga átt á landinu. Víða verður skýjað og smávegis væta á víð og dreif. Suðausturhluti landsins ætti hins vegar að fá þurran og bjartan dag á morgun með hita allt að 18 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Rigning í dag

Þá verður rigning af og til sunnlands í dag. Hlýjast verður norðaustanlands.

„Lægðin sem olli veðri gærdagsins er stödd skammt suðvestur af landi og nær hún að viðhalda rigningu af og til sunnanlands í dag.

Í öðrum landshlutum ætti að rofa til þegar kemur fram á daginn og jafnvel eitthvað að sjást til sólar, en þó geta stöku skúrir látið á sér kræla. Vindur gengur víða niður síðdegis. Hlýjast í dag verður væntanlega norðaustanlands, 19-20 stig þegar best lætur,“ segir í hugleiðingunum. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert