Þyrlusveitin sækir konu sem slasaðist á Helgafelli

Konan er ekki talin vera alvarlega slösuð.
Konan er ekki talin vera alvarlega slösuð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnir nú útkalli vegna konu sem slasaðist á Helgafelli í Hafnarfirði í göngu.

Konan er ekki talin alvarlega slösuð.

Gæslan var kölluð út á sjöunda tímanum og er á bakaleið frá fjallinu. Hún verður síðan flutt frá Reykjavíkurflugvelli á sjúkrahús.

„Ástæðan fyrir því að þyrlan var kölluð út var að það var erfitt að komast að konunni, sömuleiðis var burður snúinn landleiðina,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Hann tekur þó fram að gæslan sinni almennt ekki útköllum svo nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðið mat svo að best væri að fá þyrluna í verkefnið, en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir á vegum Landsbjargar brugðust einnig við útkallinu.

Þyrlan hafði þá nýlega lent í Reykjavík eftir að hafa sinnt bifhjólaslysi rétt hjá Breiðuvík á Vestfjörðum.

„Þá var heppilegast að ræsa þyrluna og hífa konuna um borð í þyrluna og flytja hana á sjúkrahús,“ bætir Ásgeir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert