Vatnshæð fer lækkandi

Tjónið á hringveginum er talsvert.
Tjónið á hringveginum er talsvert. mbl.is/Hákon

Vatnshæð og rafleiðni fer lækkandi í ánni Skálm eftir jökulhlaupið sem hófst í Mýrdalsjökli á laugardag.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Skjálfti af stærðinni 2,3

Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í gærkvöldi, stærsti af stærðinni 2,3. Að sögn Bjarka hefur skjálftavirkni í jöklinum farið minnkandi.

Í til­kynn­ingu sem Veður­stofa Íslands sendi frá sér í gær segir að ef eng­in frek­ari skjálfta­virkni eða hlaupórói mæl­ist við Mýr­dals­jök­ul sé ekki von á fleiri jök­ul­hlaup­um.

Bjarki segir engin merki um að skjálftavirkni muni aukast. „Það er allt að róast eins og er,“ segir Bjarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka