Aðstoða við aðild Úkraínu að ESB

Tveir fulltrúar á vegum íslenskra stjórnvalda eiga sæti í ráðgjafahópnum.
Tveir fulltrúar á vegum íslenskra stjórnvalda eiga sæti í ráðgjafahópnum. AFP/Úkraínska forsetaembættið

Ráðgjafahópur sem settur var á laggirnar í vor á vegum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, undir forystu Svía, fundaði nú í síðustu viku með æðstu embættismönnum og öðrum ráðamönnum innan Úkraínu um væntanlega framtíðaraðild landsins að Evrópusambandinu.

Úkraína sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu skömmu eftir innrás Rússlands árið 2022, en samþykkt var að hefja samningaviðræður milli sambandsins og Úkraínu nú í sumar. Því var ákveðið að norræn sendinefnd yrði sett á laggirnar til þess að vera Úkraínumönnum innan handar í aðildarferlinu.

Tveir Íslendingar í hópnum

Tveir fulltrúar á vegum íslenskra stjórnvalda eiga sæti í ráðgjafahópnum, en það eru þeir Stefán Haukur Jóhannesson og Högni S. Kristjánsson. Þeir hafa báðir starfað innan utanríkisþjónustunnar um langt skeið, ásamt því að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði alþjóðasamskipta og málefna Evrópusambandsins.

Í samtali við Morgunblaðið segir Stefán að fundarhöldin hafi gengið vel, en að vinna hópsins sé nú aðeins rétt hafin.

„Vinnan er rétt nú að fara af stað, en þetta var aðeins fyrsta ferð starfshópsins til Kænugarðs. Við dvöldum þar í tvo daga og hittum þar alla helstu samningamenn Úkraínu, þar á meðal Denís Shmíhal forsætisráðherra og Júlíu Svírídenkó aðstoðarforsætisráðherra auk fleiri embættismanna,“ segir Stefán. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert