„Aldrei séð svona áður“

„Ég hef aldrei séð svona áður,“ segir strætóbílstjóri í samtali …
„Ég hef aldrei séð svona áður,“ segir strætóbílstjóri í samtali við mbl.is. Ökumaður­inn hafi held­ur ekki gefið stefnu­merki. Ljósmynd/Aðsend

Stundum kann að reynast erfitt að skipta um akrein, sérstaklega á rauðu ljósi. Einn ökumaður á sýndi nýja takta er hann beið á rauðu ljósi á Miklubraut síðdegis í dag.

Þegar ökumaðurinn beið við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar beygði hann skyndilega yfir þrjár akreinar til að geta ekið Kringlumýrarbraut, að sögn eins vegfaranda, sem kveðst aldrei hafa séð annað eins á Miklubrautinni.

Yfir á fjórðu akreinina

„Ég hef aldrei séð svona áður,“ segir Páll Viðar Jensson, vagnstjóri hjá Strætó, í samtali við mbl.is en hann varð vitni að téðum glannaakstri. Ökumaðurinn hafi heldur ekki gefið stefnumerki.

„Hann fer alveg þvert yfir þrjár akreinar og fer síðan á fjórðu í viðbót, við beygjuljósin í átt að Hafnarfirði,“ bætir Páll við.

Þetta tókst samt sem áður hjá ökumanninum en hann sparaði þó ekki bílflautuna, að sögn Páls, sem biðlar til fólks að aka varlega um verslunarmannahelgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert