Allt að 18 stiga hiti á Suðausturlandi

Bjart verður á Suðausturlandi í dag.
Bjart verður á Suðausturlandi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Skýjað en úrkomulítið verður í dag. Hiti verður víða á bilinu 8 til 14 sitg. Á Suðausturlandi verður hins vegar lengst af bjart veður og hiti gæti náð 18 stigum.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Hlýtt fyrir norðan á morgun

Á morgun verður stíf suðaustanátt suðvestantil, en fyrir norðan verður bjart og hlýtt.

„Nokkuð myndarleg lægð er núna við Hvarf, en hún mun stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga enda verður hún óvenju djúp þegar hún nær inn á Grænlandshaf seinna í dag. Það verður því stíf suðaustanátt á morgun, einkum suðvestantil með vætu, en fyrir norðan verður bjart og hlýtt. 

Lægðin mun svo ferðast austur á bóginn og staldra við skammt suður af landinu á föstudag. Það verða því austlægar áttir ríkjandi í vikunni og loftmassinn hlýr og rakur. Reikna má með vætu af og til í flestum landshlutum, einkum fyrir austan,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert