Breytingar á spánni fyrir helgina

Meira er gert úr rigningunni í nýrri spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar.
Meira er gert úr rigningunni í nýrri spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðað við breytingar í spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar frá í gær sleppur enginn landshluti við vætu um verslunarmannahelgina. 

Frá þessu er greint á veðurvefnum Blika.is og útskýrt að breytingin feli í sér að djúp lægð, sem fer fyrir austan land, verði líklega nærgöngulli um leið og henni berst aukinn kraftur á föstudag. 

Lægðinni er þannig spáð nánast upp að landsteinunum á laugardag og í stað þess að halda áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands eins og áætlað var hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli. 

Hér má sjá úrkomuspá fyrir laugardag.
Hér má sjá úrkomuspá fyrir laugardag. Kort/Blika.is

Spár gera ráð fyrir meiri rigningu 

„Það hefur mikil áhrif,“ segir á Bliku. Fyrst og fremst verði meira úr rigningunni auk þess sem nýr bakki fari með vestur og suðurströndinni á laugardag. 

Eins og fyrr segir er um að ræða nokkra breytingu frá spá gærdagsins en þá sagði að mögulega yrði besta veðrið á höfuðborgarsvæðinu ef horft væri til vinds, hita og líkinda á þurru veðri. 

Þá sagði jafnframt að á laugardag yrði hlýtt loft, en þó hvasst, norðan- og norðvestan til á landinu. Nú gera spár aftur á móti ráð fyrir að minna verði úr hlýja loftinu norðan- og norðvestan til og jafnframt að meira verði úr vindi. 

Auk þess segir í færslunni að nýja spáin geri ráð fyrir vætu á öllum landshlutum um helgina. Mestsuðaustan til og á Austfjörðum, en líka um norðvestanvert landið einkum framan af eða fram á laugardag, í kjölfarið verði síðan líklega þurrt.

Hér má sjá muninn á laugardagsspá í morgun og spánni …
Hér má sjá muninn á laugardagsspá í morgun og spánni sem reiknuð var í gærmorgun. Kort/Blika.is

Munur á spá Veðurstofunnar og Bliku 

Breytinguna má sjá á kortinu hér að neðan.

Það sýnir mun á laugardagspá ECMWF í morgun á spánni sem reiknuð var í gærmorgun, að því er fram kemur á Bliku. Loftþrýstingur er þannig lægri yfir Íslandi og hærri vestur af Skotlandi, allt til marks um það að sjálfri lægðinni sé nú spáð nær Íslandi.

GFS-spáin fyrir laugardag er með öðrum brag, lægðin fjarlægari og nær síður að draga inn í sig rakt loft sem fyrir er í suðri. Vegna þessa munu þeir sem skoða staðspár af miklum móð sjá nokkurn má á spám m.a. Veðurstofunnar og Bliku, segir á Bliku.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert