Ekki talið við hæfi að ráðherra tjái sig

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari …
Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði leyst­ur frá störf­um. Samsett mynd

Tillaga ríkissaksóknara um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara tímabundið frá störfum er „til athugunar“ hjá dómsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið telur ekki við hæfi að ráðherra eða starfsmenn ráðuneytisins tjái sig um málið að svo stöddu.

Dómsmálaráðuneytinu barst á dögunum erindi frá Sig­ríði J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara þar sem lagt var til að Helgi yrði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um. Tengist þetta áminningu sem hún gaf Helga vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur.

Starfsmannamál hjá embætti æðsta handhafa ákæruvalds

„Ríkissaksóknari vísar þar [í erindi sínu] málefnum tengdum tjáningu vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra þar sem dómsmálaráðherra er það stjórnvald sem skipaði hann í embætti vararíkissaksóknara,“ segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

„Þar sem hér er um að ræða starfsmannamál hjá embætti æðsta handhafa ákæruvalds í landinu og erindið er til athugunar hjá dómsmálaráðuneytinu, er ekki við hæfi að ráðherra eða starfsmenn ráðuneytisins tjái sig um málið á meðan á málsmeðferð stendur.“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Nokkur tilvik

Sig­ríður kveðst hafa veitt Helga áminn­ing­ar­bréf­ 2022 þar sem fram hafi komið að niðurstaða ríkissaksóknara væri að með tján­ingu sinni, um­mæl­um og orðfæri í op­in­berri umræðu, hafi hátt­semi Helga Magnús­ar utan starfs hans sem vara­rík­is­sak­sókn­ara verið ósæmi­leg og ósam­rýman­leg starfi hans.

Sú hátt­semi hafi varpað rýrð á störf hans sem vara­rík­is­sak­sókn­ara, á embætti rík­is­sak­sókn­ara og ákæru­valdið al­mennt. Um nokk­ur til­vik var að ræða sem náðu aft­ur til árs­ins 2017, að sögn Sigríðar.

Helgi sagðist í samtali við mbl.is í dag vera ósam­mála því að um­mæli sín á op­in­ber­um vett­vangi hefðu varpað rýrð á störf hans.

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á kæru yfir höfði sér frá Solaris

Helga var gef­inn kost­ur á að bæta ráð sitt með því að ít­reka ekki ávirðing­ar eða hátt­semi af því tagi sem lýst var í bréf­inu.

Sigríður telur nú að hann hafi ekki bætt ráð sitt en þetta nú á meðan Helgi á yfir höfði sér kæru frá hjálparsamtökunum Solaris.

Sú kæra tengist nýlegum ummælum hans um innflytjendur, flótta­fólk og sam­tök­in sömuleiðis.

Solaris sendu Sigríði einnig sérstaka ábendingu um ummæli Hlega með til­liti til laga um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins og al­mennra hegn­ing­ar­laga, að sögn samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka