Elti hjólið sitt um allan bæ

Lögregla er alltaf á vaktinni.
Lögregla er alltaf á vaktinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði eiganda reiðhjóls að hafa upp á hjóli sínu eftir að hann hafði elt hjólið út um allan bæ, en eigandinn gat fylgst með staðsetningu hjólsins þökk sé tækninni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Dag­bók­in nær til verk­efna lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Fram kemur í dagbókinni að hjólið hafi endaði í húsnæði sem eigandinn treysti sér ekki í að fara einn að og reyna að nálgast hjólið. Lögregla hafði upp á hjólinu og kom því til eiganda.

Tvö innbrot

Þá var lögreglu tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun. Tilkynnandi gaf lögreglu góða lýsingu á geranda og fylgdi honum eftir þangað til lögregla koma á vettvang og handtók þjófinn. Einnig gat tilkynnandi benti á hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu. 

Annað innbrotsmáls kom upp hjá lögreglu. Þar höfðu húsráðendur komið að innbrotsþjóf, en hann komst af vettvangi með eitthvað þýfi úr húsinu meðferðis. Málið er í rannsókn.

Þá voru tveir einstaklingar, í sitthvoru málinu, handteknir og vistaðir í klefa vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna. Málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert