Eldur kviknaði í flutningabíl á leið vestur um Þrengslin á áttunda tímanum í kvöld.
Þrír tankbílar frá Brunavörnum Árnessýslu voru kallaðir út til að slökkva eldinn, en altjón varð á húsi bílsins.
Bílstjórinn, sem var einn í bílnum, slapp úr bílnum heill á húfi.
Ríkisútvarpið greinir frá.