Gul viðvörun: Allt að 30 m/s í hviðum

Gul viðvörun verður á Breiðafirði, Faxaflóa og á Suðurlandi.
Gul viðvörun verður á Breiðafirði, Faxaflóa og á Suðurlandi. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands varar við austan og suðaustan hvassviðri frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á miðvikudagskvöld.

Spáð er 10-18 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 m/s. Hvassast verði í nágrenni fjalla.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðursins og bendir á að varasamt verði að vera á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind á meðan hvassviðrið gengur yfir.

Viðvörun í gildi í sólarhring

Á Breiðafirði verður viðvörunin í gildi frá miðnætti í kvöld, til klukkan 5 miðvikudagsmorgun. Á Faxaflóa tekur viðvörunin gildi klukkan 5 í fyrramálið og fellur úr gildi klukkan 21 á miðvikudagskvöld.

Á Suðurlandi tekur viðvörunin í gildi klukkan 6 í fyrramálið og verður í gildi fram á miðnætti.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert