Tjaldsvæði á floti fyrir mót en mótsstjóri bjartsýnn

Veðurhorfur eru með besta móti á suðvesturhluta landsins næstu helgi. …
Veðurhorfur eru með besta móti á suðvesturhluta landsins næstu helgi. Átján stiga hita er spáð í Reykjavík á laugardaginn og hiti á Snæfellsnesi gæti náð 20 stigum. Ljósmynd/Aðsend

Tjaldsvæðið að Kárastöðum utan Borgarness er á floti eftir mikla rigningu síðustu daga, en unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Borgarnesi um helgina. Því er unnið í kappi við tímann að koma öllu í lag fyrir mótið og voru starfsmenn að drena svæðið í gær.

Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla jákvæða þrátt fyrir ástand svæðisins.

„Ég tel þetta ekki stórmál, allavega ekki í dag,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Varar við því að búa til úlfalda úr mýflugu

„Við erum ekkert að hrópa úlfur, úlfur, enda engin ástæða til,“ segir Ómar.

Verið er að drena svæðið og Ómar segir sveitarfélagið vinna að því að koma tjaldsvæðinu í rétt horf.

Verið er að drena svæðið fyrir mótið.
Verið er að drena svæðið fyrir mótið. Ljósmynd/Aðsend

„Ákveðnir blettir eru blautir og aðrir þurrir,“ segir Ómar og komi til þess þá er hægt að hliðra tjaldsvæðinu til, frá blautu blettunum og yfir á þá þurru.

Hann segir þetta vera lítið mál og varar við því að gera til úlfalda úr mýflugu.

„Undirbúningur fyrir tæplega tuttugu keppnisgreinar hefur staðið í tæpt ár, hér er glæsileg aðstaða og allt til fyrirmyndar.“

Veðurhorfur eru með besta móti á suðvesturhluta landsins næstu helgi. Átján stiga hita er spáð í Reykjavík á laugardaginn og hiti á Snæfellsnesi gæti náð 20 stigum. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert