Vindhviður gætu náð allt að 35 metrum á sekúndu

Varað er við hvassviðri á Kjalarnesi.
Varað er við hvassviðri á Kjalarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin varar vegfarendur við hvassviðri á vestan- og suðvestanverðu landinu í nótt og á morgun. 

Í athugasemdum veðurfræðings á umferðarvef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með hviðum allt að 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi.

Búist er við slíkum vindhviðum í nótt og þar til síðdegis á morgun. Mögulega gengur þetta ekki niður fyrr en annað kvöld, að sögn veðurfræðings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert