Bifreið hafnaði utan vegar nálægt Sjálandsskóla í Garðabæ um klukkan 23 í kvöld og valt á hliðina.
Engan sakaði að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaðurinn var einn í bílnum og steig sjálfur úr ökutækinu en var þó fluttur á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Snoðlíkt umferðaróhapp varð fyrr í kvöld þegar bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði og lenti á hliðinni.
„Þetta er nánast copy-paste,“ segir Jónas en fyrra óhappið átti sér stað á Reykjavíkurvegi um klukkan hálftíu.
Þar var ökumaður heldur ekki alvarlega slasaður en var einnig fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.