Bjarni: „Guðni hefur verið mjög farsæll forseti“

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra saman á …
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra saman á Austurvelli í júní. mbl.is/Eyþór

„Guðni hefur verið mjög farsæll forseti og ég má þakka honum fyrir gott samstarf,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er hann mætti til Bessastaða nú fyrir skömmu. 

Ráðherr­ar í rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar eru nú um þessar mundir að mæta til Bessastaða fyr­ir síðasta rík­is­ráðsfund Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta ís­lands.

Á fundinum verður farið yfir laga­til­lög­ur frá ráðherr­um, og mun Guðni end­urstaðfesta lög sem hann hef­ur áður und­ir­ritað, líkt og venja er fyr­ir. Að fund­in­um lokn­um mun for­set­inn svo kveðja rík­is­stjórn­ina með form­leg­um hætti.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mætir á Bessastaði.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mætir á Bessastaði. mbl.is/Anton
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Anton
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Anton
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. mbl.is/Anton
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Anton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert