Börðust við vindinn: „Þarf að passa pilsið“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kvaðst þurfa að …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kvaðst þurfa að passa pilsið en kröftugur vindur er á Álftanesi. mbl.is/Anton

Ráðherrar börðust við vindinn er þeir mættu til Bessastaða fyrir skömmu á síðasta ríkisráðsfund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. 

„Það þarf að passa pilsið maður,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á leiðinni inn.

En ráðherrar létu þó ekki vindinn ekki trufla sig of mikið og komust heilir á húfi upp tröppurnar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá er nokkuð kröftugur vindur á Álftanesi.

Áslaug Arna er nær óþekkjanleg á þessari mynd.
Áslaug Arna er nær óþekkjanleg á þessari mynd. mbl.is/Anton
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra barðist einnig við vindinn.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra barðist einnig við vindinn. mbl.is/Anton

Halla tekur við embætti á morgun

Halla Tóm­as­dótt­ir verður form­lega sett í embætti á morg­un. At­höfn­in fer fram í Alþing­is­hús­inu og er al­menn­ing­ur boðinn vel­kom­inn á Aust­ur­völl til að fylgj­ast með at­höfn­inni og fagna nýj­um for­seta.

Embætt­istíð Guðna lýk­ur með form­leg­um hætti á miðnætti í kvöld, og munu þá hand­haf­ar for­seta­valds­ins, þ.e. for­seti Hæsta­rétt­ar, for­sæt­is­ráðherra og for­seti Alþing­is, sinna embætt­is­skyld­um hans fram að embætt­is­töku Höllu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Anton
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Anton
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Anton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert