Dráttarvélarrall á Flúðum um versló

Veðurhorfur fyrir næstu helgi hafa tekið talsverðum breytingum í vikunni …
Veðurhorfur fyrir næstu helgi hafa tekið talsverðum breytingum í vikunni og Bergsveinn segist fylgjast grannt spánni. mbl.is/Sigurður Bogi

Hátíðin Flúðir um versló fagnar tíu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Bergsveinn Theodórsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar, segir hana fyrst og fremst vera fjölskylduhátíð þó að það verði eitthvað fyrir alla, þar á meðal sláturtraktorarall.

Hugsjónarstarf ekki gróðrarstarf

Bergsveinn segir það mikilvægt að geta haldið stórhátíð á Suðurlandi sem tekur mið af fjölskyldum. 

„Allir okkar viðburðir miðast við það að hér geti fjölskyldur verið og að það þurfi ekki að taka upp veskið við hvert skref,“ segir hann, en einungis er rukkað inn á dansleiki, leiktæki og þvíumlíkt.

„Þeir borga í raun fría dótið. Þetta er hugsjónarstarf ekki gróðrarstarf!“

Veðurhorfur fyrir næstu helgi hafa tekið talsverðum breytingum í vikunni og segist Bergsveinn fylgjast grannt spánni. „Mér sýnist við vera á þokkalega góðum stað. Það verður sólríkt og lítill vindur, en eitthvað gæti skúrað örlítið á laugardeginum.“

„Ég hef engar áhyggjur. Við fengum skúr í fyrra, en það hafði bara engin áhrif.“

Dráttarvélar keppa í rallakstri

Flúðir um versló var í fyrsta sinn haldinn árið 2015 og fagnar því tíu ára afmæli í ár.

Hann segir að hátíðina vera almennt með föstum skorðum ár hvert en segir að í ár verði bætt við nýjum dráttarvélarviðburði eða sláturtraktorarall. Það verður breytum traktorum ekið í hringi á gömlu reiðvelli á Flúðum. Keppendur keyra þá hring eftir hring í þrjátíu mínútur til að ná sem flestum hringjum.

Bergsveinn segir þó að í keppninni verði ekki einungis litið til fjölda hringja heldur einnig liðsheildar og búninga liðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert