Eldur í hjólhýsi: Allt tiltækt slökkvilið kallað út

Eldur kom upp í hjólhýsi í Mosfellsbæ.
Eldur kom upp í hjólhýsi í Mosfellsbæ. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í hjólhýsi í Mosfellsbæ nú fyrir skemmstu og læsti sig í nærliggjandi byggingu. Allar tiltækar slökkvistöðvar voru kallaðar út í kjölfarið. 

Þetta segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Bjarni segir að vel hafi gengið að slökkva elda en mögulega þarf að rífa hluta byggingarinnar til að komast bakvið klæðningu á húsnæðinu. 

Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af né hvort einhver slys hafi orðið á fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert